Velkominn á heimasíðu okkar, hér finnur þú allar upplýsingar varðandi okkur og viðburði okkar.

Bubbi JSB Danslistarskóli - 45 ára starfsafmæli JSB 1967-2012 Trommusnillingurinn Steve Gadd

Eldri viðburðir:

Whitney Houston Alvöru Menn Bugsy Malone 50 ára söngafmæli Önnu Vilhjálms
HÓPAR

Hafðu samband við okkur í netfang austurb@austurb.is eða í síma 571-5900 og við hjálpum þér að gera ógleymanlegt kvöld fyrir hópinn þinn.

MIÐASALA

Miðasala Austurbæjar er opin alla virka daga milli 13-16 og á sýningardögum tveim tímum fyrir sýningu.

Dagskrá Austurbæjar má sjá hér.

SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR
Bubbi JSB Danslistarskóli - 45 ára starfsafmæli JSB 1967-2012 Trommusnillingurinn Steve Gadd

Eldri viðburðir:

Whitney Houston Alvöru Menn Bugsy Malone 50 ára söngafmæli Önnu Vilhjálms
ALVÖRU MENN Í AUSTURBÆ
Alvöru Menn

Hér er á ferðinni gamanleikur af bestu gerð með blöndu af uppistandi, söng og líkamlegum áhættuleik. Alvöru Menn eftir Glynn Nicholas og Scott Rankin hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt í Ástralíu árið 1999. Það er vinsælasta gamanleikrit Svíþjóðar í dag og er á leiðinni upp á West End í London í febrúar.

Verkið segir frá þeim Hákoni, Smára og Finni Snæ. Þeir eru allir háttsettir vinnufélagar en Guðmundur, eigandi fyrirtækisins tilkynnir þeim að þeir þurfi að fara á sólareyju til að endurskipuleggja fyrirtækið og það verði að reka einhvern. Ferðin verður því full af spennu, samkeppni og óvæntum uppákomum. Þeir þurfa að horfast í augu við lífshættulegar aðstæður jafnt sem sinn innri mann og má vart á milli sjá hvort er fyndnara.

Leikarar eru þeir Egill Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Með þeim á sviðinu er píanóleikarinn snjalli Pálmi Sigurhjartarson sem leikur undir í lögunum auk þess að sjá um lifandi leikhljóð.

ALLIR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR
BUGSY MALONE
Bugsy Malone

Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands kynnir með stolti: söngleikinn Bugsy Malone!

Hin stórkostlega sýning Bugsy Malone hefur loksins snúið aftur! Söngleikurinn gerist á þriðja ártugnum í útjaðri New York, þegar deilur á milli glæpagengja í borginni stóðu sem hæst. Sagan segir frá lífi hins töfrandi Bugsy Malone og hvernig hann flækist inn í deilur hrottans Samma feita og þrjóta hans gegn glæpagengi Siggu sækó. Líf Bugsy er ekki einungis barátta og stríð vegna þess að hann kemst í kynni við ástina á leiðinni, þar fá árhorfendur að kynnast hinni heillandi Tallúlu og hinni ljúfu Blousey.

Bugsy Malone var fyrst sett upp árið 1976 og síðan þá hefur söngleikurinn verið settur upp út um allan heim og slegið rækilega í gegn. Nemendur Verzlunarskólans eru nú að sýna þessa bráðskemmtilegu sýningu fyrir alla fjölskylduna sem margir hafa beðið eftir! Sýningin býður upp á lifandi tónlist og grípandi dansatriði sem allir ættu að hafa gaman af. Listrænu stjórnendurnir eru allir fremstir á sínu sviði; leikstjóri er Gunnar Helgason, Stella Rósenkranz er danshöfundur sýningarinnar og Valdimar Kristjónsson og Þórður Gunnar Þorvaldsson sjá um tónlistarstjórn.

midi.is/leikhus/1/6851

ALLIR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR
50 ÁRA SÖNGAFMÆLI ÖNNU VILHJÁLMS
50 ára söngafmæli Önnu Vilhjálms

Í Austurbæ. 8. mars

Gestasöngvarar: Einar Júlíusson, Bjarni Arason og Viðar Jónsson

Hljómsveitarstjóri: Vilhjálmur Guðjónsson

Miðasala fer fram á midi.is og í Austurbæ.

ALLIR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR
WHITNEY HOUSTON
Whitney Houston

Það er okkur öllum mikill harmur að sjá á eftir einni skærustu og bestu söngkonu síðari ára deyja langt fyrir aldur fram aðeins 48 ára gömul. Whitney Houston kom inní tónlistarbransann eins og stormsveipur og vann hug og hjörtu allra sem á hlýddu. Hún er ekki bara stjarna, hún er stjarnan. Söngkona sem nánast allar aðrar söngkonur hafa litið upp til og dáðst af.

Ófáar söngkonur hafa horft til hennar sem átrúnaðargoðs en fáar hafa staðist samanburð því hún var engri lík. Hún hafði fegurð, ótrúlega hæfileika og þokka sem heillaði alla. Sannkallaður demantur í hafi eftirlíkinga.

Við höfum henni margt að þakka og þá ekki síst fyrir það hvernig hún setti markið hærra og hefur fyllt okkur löngun til að ná lengra, fyrir það erum við þakklát. Við viljum því heiðra minningu stjörnunar og boða til tónleika þar sem tekin verða hennar bestu lög.

Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ þann 4.maí kl. 20.00 en húsið mun opna kl. 19.00.

Fram koma þau Jóhanna Guðrún, Íris Hólm, Hanna Guðný, Ína, Valgerður, Guðrún Árný ásamt Magna og Kvenna kór Reykjavíkur.

Hljómsveit skipa þeir Benedikt Brynleifsson (trommur), Ingvar Alfreðsson (hljómborð), Kristján Grétarsson (gítar) og Róbert Þórhallsson (bassa).

Miðasala fer fram á midi.is og í Austurbæ.

ALLIR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR
TROMMUSNILLINGURINN STEVE GADD
Trommusnillingurinn Steve Gadd

Hljóðfærahúsið - Tónabúðin kynna í samstarfi við Yamaha, Zildjian og Remo: Trommusnillinginn Steve Gadd, einn af eftirsóttustu trommuleikurum í heimi - Austurbær þann 19.maí kl. 16:00.

Steve Gadd verður með "clinic" þar sem hann spjallar, leikur á trommur og miðlar tónlistarmönnum af reynslu sinni. Steve Gadd er lifandi goðsögn á meðal tónlistarmanna. Hann hefur leikið með Eric Clapton, Sting, Paul Simon, Al Jarreau ofl. Steve kemur fram  með James Taylor á tónleikum í Hörpu 18.maí.

Þetta er gríðalegur fengur fyrir íslenska  tónlistarmenn og nánast skyldumæting fyrir alla trommuleikara. Hann hefur spilað með mörgum þekktum tónlistarmönnum til viðbótar þeim sem taldir eru hér að ofan s.s. Chick Corea, B.B. King, Steely Dan, Paul McCartney , Weather Report, Chet Baker, Kate Bush ofl.

Sannarlega tækifæri sem tónlistarmenn ættu ekki að missa af.

Miðaverð kr.2.500

Miðasala fer fram á midi.is og í Austurbæ.

ALLIR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR
BUBBI MORTHENS
Bubbi

Þann 26. apríl s.l  gaf Bubbi út nýja sólóplötu.  Platan heitir Þorpið og er 24. breiðskífa Bubba með frumsömdu efni.  Að margra áliti er þessi plata afturhvarf Bubba í tónlistinni og leitar hann í ræturnar.  Gítarinn í forgrunni og kántríáhrifin aldrei langt undan.

Á Þorpinu er að finna 14 ný lög frá Bubba.  Hann heldur áfram samstarfi sínu við Sólskuggana en þeir áttu einmitt heiðurinn af síðustu plötu Bubba "Ég trúi á þig" sem náði miklum vinsældum og er söluhæsta plata Bubba síðan 1000 kossa nótt sem kom út árið 2003.  Heimildarmynd Óskin fylgir á DVD og er þar fylgst með upptökuferli plötunnar.

Titillag Þorpsins hefur þegar náð miklum vinsældum  og eftir aðeins viku er platan sú söluhæsta á landinu og má búast við að hún verði þar eitthvað inn í sumarið.  Nýtt lag af plötunni, Fjórtán öskur á þykkt,  fer svo í  spilun á næstu dögum ásamt því að myndband við lagið verður frumsýnt.

Útgáfutónleikar 

Í tilefni plötunnar verða haldnir útgáfutónleikar í júní. Með í för verða allir þeir sem komu að tónlistinni og er það stór hópur.

20. júní, Austubær, Reykjavík

Hljómsveitin og aðstoðarmenn 

Bubbi heldur áfram gæfuríku samstarfi við Sólskuggana en þeir tóku einmitt þátt í gerð síðustu plötu, Ég trúi á þig, sem kom út í fyrra og gekk gríðarlega vel.  Platan seldist í  yfir 5.000 eintökum og komst því í gullsölu.

Miðasala fer fram á midi.is og í Austurbæ.

ALLIR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR
HÁTÍÐARSÝNING Í AUSTURBÆ föstudaginn 25. maí kl. 20
JSB Danslistarskóli - 45 ára starfsafmæli JSB 1967-2012

Í tilefni af 45 ára afmæli JSB verður blásið til mikillar dansveislu í Austurbæ þann 25.maí næstkomandi. Boðið verður upp á fjölbreytta listdanssýningu þar sem litið er yfir litríkan feril skólans. Fjöldi dansara koma fram í sýningunni.

Um einstakan dansviðburð er að ræða sem enginn dansunnandi má láta fram hjá sér fara.

Miðasala fer fram á midi.is og í Austurbæ. Miðaverð er 2000 kr.

Bára Magnúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri JSB, stofnaði Jazzballettskóla Báru árið 1967 og gerðist þar með brautryðjandi á Íslandi í kennslu á nútímalistdansi. Jafnframt braut hún blað með því að bjóða konum líkamsrækt byggða á dansþjálfun og hefur fyrirtækið annast þennan tvíþætta rekstur allar götur síðan. Miklar breytingar hafa orðið á starfseminni á þessum árum, sem dæmi ber jazzballettskólinn nú heitið Danslistarskóli JSB. Skólinn sérhæfir sig í jazz- og nútímalistdansi og er hann viðurkenndur af menntamálaráðuneytið sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi.

ALLIR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR
UM HÚSIÐ

Austurbær byggður 1945-1947.

Formlega opnað 25.okt.

Stíll er Funkis.

Silfurtungið opnar 1955 en hættir 1975.

TheKinks spila í austurbæ í september 1965.

Fjórir tónleikar.

Þeir voru með Ludwig trommusett, Peavey söngkerfi,Vox magnara.

Unglingahljómsveitirnar Tempó og Bravó hita upp. Bravó byrjaði.

Sænska sjónvarpið var hér á sama tíma og tók upp brot af tónleikum.

Ljóshærð stúlka í myndbandi heitir Fríða Aradóttir, hárgr.kona.

TheKinks léku tvisvar sinnum á Íslandi árið 1965 og 1970.

Aðdáendur TheKinks á Íslandi voru kallaðir Kinksarar.

Á tónleikum TheKinks fótbrotnaði ein stelpa, þeir árituðu gipsið hennar seinna.

Sími Silfurtunglsins var 19611.

Kynnir á tónleikum TheKinks var Ómar Ragnarsson.

Austurbar var á fyrstu hæð Austurbæjar en innréttingar voru teiknaðar af Sveini Kjarval.

Austurbar opnar 1957.

TheKinks héldu blaðamannafund á hótel Borg 14. sept.

1.maí 1957 var Tónaregn haldið í Austurbæ þar spiluðu TonyCrombieandhisrockets.

Sæmi rokk og Lóa aðal rokkparið. Héldu sýningar.

10. okt 1957 KK sextettinn hélt 10 ára afmæli.

Í maí 1958 syngur Herald G. Haraldsson fyrst í Austurbæ.

1958 kynnir KK kvartett nýjan söngvara sem heitir Sigurður (Siggi) Johnnie Þórðarson.

í apríl 1959 Ráðningastofa skemmtikrafta.

1. maí 1959 spiluðu Thefivekeys í Austurbæ en það var fyrsta bandið sem flutt var inn frá USA.

5. sept 1959 kom FrankieLymon til landsins.Fatagerð Ara Co. framleiddi sérstaka jakka sem fengust í Face og Fons í keflavík. (auglýst 8. sept)

Sagan segir að Jón leifs. hafi brotið Djúkboxið sem var á Austurbar.

Í febrúar 1965 spiluðu Theswingingbluejeans tvisvar sinnum í Austurbæ.

12. mars 1965 kemur fyrsta bítlaplatan út Fyrsti kossinn.

Í júní 1965 spilaði hljómsveitin Dátar í fyrst sinn og það í Austurbæ.

RayDavis samdi hugsanlega lagið I´m onanislandþega hann var hér með kinks árið 1965.

Krakkar með sítt hár voru kallaðir Lubbarnir.

Í október 1966 komu Herman´s Hermits.

1. feb. 1967 voru haldnir Bítlatónleikar sem enduðu rosalega.

14-17. mars 1967 spiluðu Sven Ingvars band í Austurbæ.

10. sept 1967 spilaði Flowers í fyrsta sinn og það í Austurbæ.

1968 var haldið Unga kynslóðin 68.

20. maí 1969 voru hljómsveitirnar Hljómar og Flowers formlega lagðar niður.

Sagan segir að þann 21. maí 1969 hafi hljómsveitin Trúbrot verið stofnuð við eitt borðið í Silfurtunglinu.

27. júní 1969 spilaði Flowers í síðasta sinn og það í Austurbæ.

27. febrúar 1973 var frumsýndur söngleikurinn JCS í Austurbæ en hljómsveitin Náttúra sá um tónlistina.